Maulverjar fíla Veganúar

Veganúar er kominn sterkur inn í íslenskt samfélag og að sjálfsögðu taka Maulverjar þátt. Við erum í samstarfi við Jömm sem er svarvegan og verðlaunaður skyndibitastaður. Þau bjóða upp á bitastæðan og safaríkan veganmat sem fær bragðlaukana til að dansa. Svo erum við líka alltaf með vegan rétti frá ýmsum öðrum veitingastöðum. Nú ætti ekki að vera flókið fyrir neinn að taka þátt í Veganúar.

En hvað er Veganúar?

Síðustu ár hafa samtök grænkera á Íslandi hvatt landsmenn til að prófa að vera vegan í einn mánuð og auðvitað er janúar tilvalinn mánuður í það. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða áhrif það hefur að neyta dýraafurða og kynna sér kosti veganisma. Eftir allt saltið og reykta kjötið sem við Íslendingar gúffum í okkur á jólunum getur verið ansi gott að færa sig yfir í grænmeti og minna unna vöru - að minnsta kosti smá stund. Veganúar er tilvalinn til að byrja árið á heilsusamlegan máta, en margir strengja áramótaheit um að bæta mataræðið. Kannast þú kannski við það?

Hvað felst í að vera vegan?

Að vera vegan og aðhyllast lífsstílinn veganisma snýst fyrst og fremst um að borða ekki dýr eða dýraafurðir. Markmið þeirra sem aðhyllast veganisma er að útiloka og forðast ofbeldi og hagnýtingu á dýrum sama hvort um er að ræða fæðu, fatnað, snyrtivörur eða aðra neyslu.

Við Maulverjar hugsum alltaf fyrst og fremst um mat og að njóta þess að borða fjölbreytta og góða fæðu, og það á umhverfisvænan hátt! Til að auðvelda öllum að taka þátt í Veganúar og að vera vegan (jafnvel lengur en bara í janúar) þá erum við með vegan rétti í boði allan ársins hring. Vegan réttirnir innihalda engar dýraafurðir en eru samt  dýrindis máltíðir sem allir eiga að geta notið hvort sem þeir eru vegan eður ei.

Kynntu þér málið hjá Maul.