Plastplan

Við getum ekki látið vera að vekja athygli á samstarfsaðilum okkar í plastendurvinnslu. Þau sérhæfa sig í endurvinnslu plastefna, hönnun og fræðslu.

Plastplan

Maul hefur verið samferða þeim frá því þeir fyrst hófu starfsemi. Þau endurvinna allt plast sem fellur til hjá okkur og breyta því í forláta muni sem við nýtum í starfsemi okkar.

Viðskiptavinum okkar býðst að taka þátt að endurvinna gegn vægu gjaldi. Þá er öllu plasti sem frá okkur kemur sett aftur í hitakassana og það sótt daginn eftir. Sé plastinu alltaf skilað hreinu og fínu er veittur myndarlegur afsláttur af gjaldinu.

Hér eru snillingarnir Bjössi og Binni í viðtali hjá RÚV.

Plast getur verið draumaefni
Plast er algjört draumaefni sé það notað á réttan hátt, segja þeir Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, eigendur Plastplans, sem er hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.