Maul í Kaupmannahöfn

Í næstu viku leggjum við land undir fót og tökum þátt í viðskiptahraðlinum Accelerace í Danmörku.

Maul í Kaupmannahöfn

Accelerace er Danskur viðskiptahraðall, svipaður og Startup Reykjavík. Þau hjálpuðu okkur svo um munar að koma undir okkur fótunum hér í Reykjavík. Nú er komið að Kaupmannahöfn!

Accelerace hefur skapað sér gott orðspor og verið kosinn besti viðskiptahraðall í Danmörku og á Norðurlöndunum. Allt þeirra starf er þaulskipulagt og faglegt, samkvæmt heimildamönnum okkar. Við höfum heilmiklar væntingar til samstarfsins en reynum þó að halda þeim í hófi. Bæði er mikið unnið með að finna samstarfsaðila fyrir sprotafyrirtæki sem og fjárfesta. Það hentar okkur afar vel þar sem viðskiptamódel okkar þarfnast margra samstarfsaðila sem eru tilbúnir að leggja töluvert á sig.

Og já, af þessu má geta að við stefnum á að opna heimsendingaþjónustu í Kaupmannahöfn. Það ætlum við að gera á þessu ári, 2020. Við höfum fundið frábæran danskan samstarfsmann sem okkur hlakkar mikið til að vinna með. Hann fær sérstaka umfjöllun hér á þessum miðli innan tíðar.

Hér getið þið lesið allt um accelerace.io