Matur fyrir þig og þína í vinnunni

Núna sendum við allan mat í einstaklingsumbúðum og bjóðum vinnustöðum upp á að fá afhent sérstaklega inn á hverja deild eða hæð.

Matur fyrir þig og þína í vinnunni


Það er nú meira ástandið í heiminum í dag en við Maulverjar gerum það sem í okkar valdi stendur til að bregðast við því. Við förum að öllu með gát, setjum á okkur hanska og þvoum okkur og sprittum að sjálfsögðu.

Við heimsækjum alla veitingastaði okkar og förum yfir hvort verið sé að vinna eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis vegna Covid-19. Við sendum líka allt núna í einstaklingsumbúðum svo að smithætta verði í algjöru lágmarki. Eins höfum við skipt stærri vinnustöðum niður í smærri einingar til að samgangur verði sem minnstur milli hæða og deilda.

Vantar þig lausn fyrir þinn vinnustað?


Við Maulverjar viljum náttúrulega að fólk geti fengið góðan mat í hádeginu á meðan á þessu ástandi stendur, jú og auðvitað bara alltaf. Hjá Mauli færðu mat sendan frá ýmsum veitingastöðum og þú færð aðeins það sem hugurinn girnist. Við bjóðum upp á fjölbreytta og góða fæðu og framreiðum á umhverfisvænan hátt þar sem við getum endurunnið allar umbúðir sem frá okkur berast. Þú getur valið um vegan eða ketó rétti eða bara klassíska rétti, allt eftir þínu höfði. Þú getur svo sannarlega haldið tveggja metra fjarlægðinni með Maul þar sem við komum bara með matinn til þín á vinnustaðinn og þú getur notið þess að þurfa ekki að fara út í búð eða redda þér á annan máta.


Hér eru yfirlýsingar sem okkur hafa borist frá veitingastöðum okkar varðandi aðgerðir þeirra til að hindra útbreiðslu smitsjúkdóma.

Bergsson mathús

Starfsmenn eru upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varðar hreinlæti. Við erum stöðugt að þvo hendur, nota spritt og einnota hanska. Eingöngu er afgreitt take away í einstaklings umbúðum. Spritt er aðgengilegt fyrir gesti. Snertifletir eru þrifnir jafnt og þétt t.d. Greiðsluposar, hurðahúnar, salerni, öll borð, stólar ofl..

Bragðlaukar

Við höfum takmarkað aðgengi að eldhúsinu. Einungis starfsmenn fá að fara inn þá eftir að hafa þrifið hendur, það er handþvottur eftir viðurkenndum leiðbeiningum og spritt, sett á sig andlitsgrímu og farið í vinnugallann. Við þrífum öll yfirborð hátt og lágt oft á dag með sótthreinsi efnum. Almenna reglan sem gildir alltaf er sú að starfsmenn sem eru með einhver smávægileg flensueinkenni eiga að halda sig heima.

Culiacan

Við höfum aukið við öll þrif á öllum snertiflötum og aukið allt aðgengi á spritti. Við virðum samkomubannið um hámarksfjölda 100 manns. Einnig munum við virða tveggja metra fjarlægð og setjum upp merkingar og sitjum á öðruhvoru borði. Höfum myndað tvo vinnuhópa sem vinna til skiptis, starfsmenn út sitthvorum hópnum munu aldrei hittast til að draga úr likjum á smiti.

Fresco

Fresco tekur skilaboðum yfirvalda alvarlega eins og vonandi allir aðrir landsmenn. Á stöðum okkar er til staðar handspritt fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess að starfsfólk okkar er ávallt með einnota hanska og hárnet við sín störf. Þar að auki eru hurðarhúnar, greiðsluposar og handrið sótthreinsað oft yfir daginn ásamt salnum. Einnig höfum við aukið bilið á milli borða til að tryggja öryggi viðskiptavina.

Gallerý fiskur

Gallerý Fiskur hefur í ljósi aðstæðna hert verulega á öllum umgengnis- og þrifaferlum, perstónulegt hreinlæti starfsmanna og heilsufarsyfirlýsingum. Gallerý Fiskur starfar að öllu leyti eftir fyrirmælum Almannavarna um takmörkun á smitleiðum og minkandi smithættu.

Sprían

Nú þegar samkomubann tekur gildi aðfaranótt mánudags munum við fara eftir þeim tilmælum sem yfirvöld hafa sett okkur og öðrum veitingastöðum á landinu. Til að bregðast við tilmælum þeim sem yfirvöld hafa sett munum við:

  • halda áfram auknum þrifum og sótthreinsun á öllum helstu snertiflötum, borðum, stólbökum, handriðum o.s.frv.
  • auka bil á milli borða og fækka sætum
  • vera með sótthreinsi aðgengilegan.

Hraðlestin

Við höfum að sjálfsögðu brugðist við með ýmsum ráðstöfunum.

  • fækkað borðum í veitingasal
  • spritt er aðgengilegt öllum gestum og greiður aðgangur að handlaugum
  • borð eru sprittuð eftir hvern gest og borð í eldhúsi eru þrifin og sprittuð reglulega á vaktinni
  • starfsmenn þvo sér reglulega með sápu og spritti yfir daginn, auk þess að skipta reglulega um hanska
  • allir almennir snertifletir, s.s. hurðahúnar, posar, kassar, símar oþh. er sprittað á vaktinni.
  • vöktum hefur verið breytt svo að reynt er eftir fremsta megni að halda starfsmönnum á einni starfsstöð
  • nýjar reglur gilda í eldhúsi varðandi uppvöskun á leirtaui

Ostabúðin

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 veirunar vil starfsfólk Ostabúðarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Við höfum ávallt gengið eftir miklu eftirliti varðandi hreinlæti innan sem og utan veggja Ostabúðarinnar Veisluþjónustu og verður enginn breyting á því. Við munum hinsvegar ganga enn lengra í okkar verkferlum og sjá til þess að forðast alla áhættu þætti og vernda umhverfið okkar enn betur. Til þess höfum við ákveðið að allur matur sem við sendum út úr húsi verður í einstaklingsumbúðum, í vistvænum umbúðum. Ásamt því höfum við breytt uppsetningu á matsal okkar þar sem við minnkum í sætaframboði til þess að breikka bilið á milli matgesta. Einnig verður starfsmaður sem sér um að framfæra matin til hvers og eins. Salatbarin verður tekin úr umferð en við bjóðum uppá einstaklings salatbox.

XO

XO hefur brugðist við fyrirmælum yfirvalda og förum eftir öllum þeim leiðbeiningum sem þeir hafa sett okkur fyrir gegn Covid-19 veirunni.

Þær aðgerðir sem við erum með eru eftirfarandi:

  • Sótthreinsir eru á afgreiðsluborði fyrir alla sem koma inn.
  • Sótthreinsun og almenn þrif á snertiflötum.
  • Takmarka snertifleti hjá viðskiptavinum.
  • Takmarkaður fjöldi viðskiptavina.
  • Fjarlægð viðskiptavina verður tryggð samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda.
  • Starfsfólk fylgir öllum reglum er varðar persónulegt hreinlæti, handþvottur og > sótthreinsun.
  • Takmörkun birgja inn í eldhús.
  • Reynt eftir fremsta megni að hafa tvær skiptar vaktir til þess að forðast smit > milli vakta/starfsfólks.