Maika'i nú fáanlegt í Maulinu

Maika'i nú fáanlegt í Maulinu

Svokallaðar Açaí skálar hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin ár og nú geta Maularar pantað slíkar skálar frá staðnum Maika'i.

Árið 2017 byrjuðu myndir af Açaí skálum að vera áberandi á samfélagsmiðlum. Þau Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Ásgeirsdóttur sáu sér leik á borði og stofnuðu Maika'i, en Elísabet Metta hafði smakkað slíkar skálar í ferð sinni til Balí.

Fyrst um sinn var staðurinn rekin inn á veitingastaðnum Sætum snúðum í Mathöll Höfða en þau opnuðu svo Maika'i við Hafnartorg. Staðurinn naut strax mikilla vinsælda.

Açaí hjá Maika'i er gert úr sam­bazon acai-berjum frá Brasilíu. Þau vaxa á tilteknum stað við Amazon fljótið. Maika'i notar alvöru ber sem þau blanda við vatn og smá af lífrænu sýrópi til að ná fram rétta bragðinu.

Smoothie-skálarnar eru svo toppaðar með ýmist granóla, ávöxtum, berjum, súkkulaði og kasjúhnetusmjöri.

Skálarnar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja fá léttan, hollan en seðjandi mat í hádeginu.

Maika'i er staðsett á Hafnartorgi, Smáralind og World Class Laugum og Kringlunni.