Hnit
Maulverjar bundu á sig badmintonskóna um helgina og blésu í fyrsta árlega meistaramótið.
Laugardaginn 1. febrúar var fyrsta badmintonmót Maulverja haldið. Við stefnum að því að það verði árlegur viðburður. Sigurvegari ársins 2020 var ungur og upprennandi spilari úr röðum bílstjóra okkar (og knattspyrnudeildar Breiðabliks) Óskar Jónsson. Þrátt fyrir mjög harða samkeppni úr röðum starfsmanna þá endaði hann uppi sem sigurvegari og er vel að titlium kominn.
Hann hefur stundað knattspyrnu af krafti en samhliða því ekki misst sjónar á æðri íþróttum og haldið uppi æfingum í badminton. Við Maulverjar óskum honum til hamingju með titilinn og óskum honum alls hins besta, bæði á knattspyrnu- og badmintonvöllum í framtíðinni.