Beef and buns

Á Beef & Buns er okkur umhugað um gæði og varð staðurinn til úr hreinni ástríðu fyrir góðum hamborgurum.

Aðaleigandi staðarins, Máni, er sálfræðimenntaður og starfar á Landspítala en nýtur þess að dunda sér í eldhúsinu í frítíma og þar varð Beef & Buns hamborgarinn til eftir nokkurra ára tilraunastarfsemi. Ferlið var líkt og í vísindatilraun þar sem mismunandi nautasteikur voru vigtaðar, hakkaðar, og blandað saman í ótal mismunandi hlutföllum þar til fullkomið bragð og áferð náðist.

Beef and buuns bjóða upp á sárabótamat.

Beef & Buns